Sumarönn
Fimm vikna sumarönn frá 12. maí – 15. júní 2025
Í boði verða námskeið í forskóla, ballett, jazz og loftfimleikum
Við leggjum mikla áherslu á góða tækniþjálfun og líkamsburð, gott tóneyra og tjáningu og danssköpun.
Við bjóðum alla nýnema hjartanlega velkomna en biðjum þá um að hafa samband við skrifstofu skólans upp á hvaða hóp þau fara í.
Önnin endar á sýningu fyrir foreldra upp í Listdansskóla Hafnarfjarðar
Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.
Sumarönn 2025 hefst 12. maí

Forskólinn A – hópar
Forskóli Listdansskóla Hafnarfjarðar veitir nemendum sínum frábæran undirbúning fyrir áframhaldandi dansnám.
Í boði verða tveir hópar:
- A2 fyrir nemendur fædda 2020 – 2021
- A1 fyrir nemendur fædda 2019
Börnin kynnast dansinum í gegnum sköpun og leik. Aðaláherslan er á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind, félagsfærni og sjálfstraust.
Fatnaður: Ekki er gerð krafa um ákveðin dansfatnað í tímum en mikilvægt er að börn mæti í léttum fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í og hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti.
Jazz og commercial
Í boði verða jazz og commercial námskeið fyrir nemendur fædda 2018 og eldri.
- Kennt tvisvar í viku
- Í danstímum listdansskólans er áhersla lögð á tækniþjálfun, mismunandi jazzdansstíla og danssköpun.
- Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.
Fatnaður: Nemendur eiga að mæta í þröngum svörtum leggings og hlýra eða ballettbol. Mikilvægt er að nemendur mæti ekki í víðum fötum þar sem erfitt er að leiðrétta nemendur þegar að kennarinn sér ekki almennilega hnéin eða mjaðmir og getur það leitt til slæmrar líkamsstöðu.


Ballett
Í boði verða ballettnámskeið fyrir nemendur fædda 2015 og eldri.
- Kennt tvisvarí viku
- Í balletttímum listdansskólans er áhersla lögð á tækniþjálfun og danssköpun.
- Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.
Fatnaður: Nemendur eiga að mæta í:
- Ballettbol
- Ballettsokkabuxum (bleikum, hvítum eða húðlituðum)
- Ballettskóm (bleikum, hvítum eða húðlituðum)
Sítt hárið greitt í ballettsnúð, stutt hár greitt snyrtilega frá andliti og ekki er leyfilegt að vera með skartgripi í tíma þ.a.m eyrnalokka, hálsmen eða hringi.
Loftfimleikar – Silki
Í boði verða byrjenda og framhaldsnámskeið í silki fyrir nemendur fædda 2018 og eldri
- Kennt tvisvar í viku
- Kennd verða grunnatriðin á byrjendanámskeiðinu og tímarnir þróast með framförum nemenda. Þeir læra vel á eigin líkama og styrk og efla líkamsburð ásamt því að treysta á eigin styrk og liðleika og læra brellur og brögð.
- Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.
Fatnaður: Nemendur eiga að vera í þröngum leggings og síðermabol (mikilvægt að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru).
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mega ekki vera með skartgripi né gervineglur þar sem það getur einnig flækst í silkinu.
