Skólagjöld og skólareglur

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda​

Ganga skal frá skráningu og greiðslu eigi síðar en tveim vikum eftir upphaf annar. Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://www.sportabler.com/shop/listdansskolihfj

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

​Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Fyrir skráningar á 10 – 18 vikna námskeið á haust- og vorönn gildir eftirfarandi:
Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu tvær vikurnar eftir að kennsla hefst. Eftir það eru skólagjöld ekki endurgreidd.

Fyrir 5 vikna námskeið og styttri gildir eftirfarandi:
Skráning er bindandi. Engin endurgreiðsla

Fyrir sumarnámskeið gildir eftirfarandi:
Skráning er bindandi. Engin endurgreiðsla

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk.

Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda

Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.

Einnig er í boði systkina- og fjölgreinaafsláttur fyrir nemendur sem æfa í grunndeildum skólans. Afslátturinn er reiknaður sem vegið meðaltal af síðustu og núverandi kaupum án afsláttar og skiptir því ekki hvaða námskeið er keypt á undan.

Vinsamlega athugið að ekki er veittur afsláttur fyrir valtíma þar sem þeir eru á sérkjörum.

REGLUR Í DANSTÍMA​

Gefin er mæting fyrir alla danstíma sem mætt er í og ekki er æskilegt að mæta seint í tíma.

Mætir nemandi 15 mínútum eftir að tími hefst eða seinna án gildrar ástæðu fær viðkomandi fjarvist fyrir tímann.

Tilkynna þarf fjarveru / veikindi til skólans áður en kennslustund hefst í gegnum Sportabler appið.

Nemandi fær ekki leyfi til að sýna á vorssýningu skólans ef mætingareinkunn er lægri en 60% yfir önnina

Ekki er leyfilegt að æfa í sokkum í sölum skólans nema með leyfi kennara.

Skólareglur

  • Nemendur eiga ávallt að mæta með dansföt og vera tilbúinn í þeim áður en tíminn hefst.

  • Nemendur mæti með hárið greitt frá andlitinu

  • Stranglega bannað er að vera með síma í búningsklefum skólans.

  • Bannað er að mæta með skartgripi

  • Áhorf er bannað í tímum nema á auglýstum áhorfstímum.

  • Nemendur mæti ávallt á réttum tíma.

  • Ekki er heimilt að fara fyrr úr tíma nema með leyfi.

  • Ekki er heimilt að fara á salernið eða í vatnspásu nema með leyfi kennara

  • Bannað að hafa tyggigúmmi eða annað sælgæti.

  • Nemendur eldri en 9 ára mæti hvorki í pilsum né legghlífum.

  • Nemendur taki sjálfir ábyrgð á eigin verðmætum, best að geyma verðmæti í æfingasalnum.