Dansnámskeið fyrir fullorðna

Langar þig að læra salsadans, dansa við skvísutónlist eða fljúga um í silkjum?

Þú finnur fjölbreytt og spennandi námskeið hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar fyrir fullorðna.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér fyrir neðan!

 

Námskeiðin

Salsa – byrjendanámskeið

Komdu og lærðu salsa hjá latin dansaranum Dagnýju á þriðjudagskvöldum. 

Salsanámskeiðin hennar Dagnýjar eru gríðarlega vinsæl. Mikil áhersla er lögð á að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft en eins og Dagný segir „Það geta allir dansað salsa. Dansinn er frekar auðveldur en salsa snýst um svo miklu meira. Salsa snýst um félagsskapinn, að stunda skemmtilega líkamsrækt og síðast en ekki síst að hafa gaman – þess vegna geta allir dansað salsa.“

  • Námskeiðið hefst 22. október og lýkur þann 19. nóvember
  • Kennt 1x í viku í 5 vikur á þriðjudögum frá kl. 20.00 – 21.00
  • ​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10.

Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

Salsa – framhaldsnámskeið fyrir byrjendur

Fimm vikna salsanámskeið fyrir þá sem hafa farið á grunnnámskeið.

Salsanámskeiðin hennar Dagnýjar eru gríðarlega vinsæl. Mikil áhersla er lögð á að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft en eins og Dagný segir „Það geta allir dansað salsa. Dansinn er frekar auðveldur en salsa snýst um svo miklu meira. Salsa snýst um félagsskapinn, að stunda skemmtilega líkamsrækt og síðast en ekki síst að hafa gaman – þess vegna geta allir dansað salsa.“

  • Námskeiðið hefst 22. október og lýkur þann 19. nóvember 
  • Kennt 1x í viku í 5 vikur á þriðjudögum frá kl. 19.00 – 20.00
  • ​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10.
  • Verð: 11.900 kr (21.900 ef tveir eru skráðir saman).

    Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.