Loftfimleikar
Í loftfimleikum læra nemendur að treysta á eigin styrk og liðleika ásamt því að efla líkamsburð.
Nemendur læra allskonar kúnstir hangandi í silkjum. Kennd verða grunnatriðin og tímarnir þróast með framförum nemenda.
Ef að nemandi er nýr við skólann þá þarf að hafa samband við skrifstofu varðandi hópaval. Kennarinn metur hvern og einn nemanda og raðar í hópa eftir getu. Við viljum líka benda á að á fyrstu vikunum þá geta orðið breytingar á hópum þannig að sumir nemendur þurfa að færa sig. Þetta er gert til þess að tryggja að allir nemendur fá þá kennslu sem er viðeigandi fyrir þeirra getustig. Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í dansi eða öðrum íþróttum til að byrja að æfa og bjóðum við alla velkomna.
Nemendur geta einnig bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.
Allir kennarar eru menntaðir í loftfimleikum og eru með mikla reynslu.
Vorönn 2025 hefst 11. janúar
Hópar skólaárið 2024 – 2025
Silki – 1. stig
Byrjendahópur
Aldur: 7 ára og eldri
Í boðir eru tveir hópar sem æfa tvisvar í viku
- Silki 1a
- Silki 1b
Silki 1. stig er fyrir nemendur sem eru að byrja að æfa silki. Kennd eru hér öll grunnatriðin og þróast svo tímarnir með framförum nemenda.
Silki – 2. stig
Framhaldshópur
Í boði eru tveir hópar
- Silki 2a
- Silki 2b
Silki 2. stig er fyrir nemendur sem hafa náð góðum tökum á grunninum þar sem hér eru kennd flóknari trix og farið hærra í silkjunum.
Silki – 3. stig
Framhaldshópur
Einn hópur sem æfir tvisvar í viku
- Silki 3
Silki 3. stig er fyrir nemendur sem hafa æft silki í 2 ár. Í þessum tímum eru trikkin tekin upp á næsta stig, farið hærra ásamt því að bætt er við fullt af nýju efni.
Silki – 4. stig +
Framhaldshópur
Einn hópur sem æfir tvisvar í viku
- Silki 4+
Silki 4. stig+ er fyrir nemendur sem hafa æft silki að lágmarki í 3 ár. Í þessum tímum eru trikkin tekin upp á næsta stig, farið hærra ásamt því að bætt er við fullt af nýju efni.
Helstu upplýsingar
Um hópaskiptinguna
Skipt er í hópa eftir reynslu en í silki er mikilvægt að allir nemendur byrji á 1. stigi sem er byrjendahópur þar sem allir þurfa að læra ákveðin grunnatriði áður en haldið er lengra.
Silki 1. stig er byrjendahópur í silki og fara nemendur svo upp um stig á hverju skólaári. Vinsamlega athugði að hvert skólaár er frá ágúst – maí.
Valtímar
Við viljum veita nemendum okkar tækifæri til að öðlast betri og fjölhæfari þjálfun og erum því með fjölbreytta valtíma í boði sem hægt er að skrá sig í aukalega.
Valtímar:
- Söngleikjadans (fyrir 6 ára og eldri)
- Nútímadans (fyrir 9 ára og eldri)
- Commercial (fyrir 9 ára og eldri)
- Ballett (fyrir 12 ára og eldri)
- Tækni/styrkur/liðleiki (fyrir 12 ára og eldri)
Fatnaður
- Þröngar svartar leggings og síðermabolur (mikilvægt að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru).
- Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti
- Nemendur mega ekki vera með skartgripi né gervineglur þar sem það getur einnig flækst í silkinu
Hægt er að versla viðeigandi æfingarfatnað hjá skólanum
Valtímar í boði
Valtímar eru kenndir einu sinni í viku.
Vinsamlega athugið að í sumir valtíma er gerð krafa um fyrri dansreynslu og að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Ekki taka allir valtímar þátt í jóla- og vorsýningum skólans.
Sérstakt verð er í boði fyrir nemendur skráða í grunndeild og því ekki fjölgreinaafsláttur í boði.
Commercial fyrir 9 ára og eldri
Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, tónleikum, kvikmyndum, auglýsingum o.fl.
Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul popplög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Skipting í hópa er eftirfarandi
- C- hópur fyrir 9-11 ára
- D-hópur fyrir 12-14 ára
- E-hópur fyrir 15+
Nútímadans fyrir 9 ára og eldri
Nútímadans er dansstíll sem ögrar skipulagðri danstæki hins klassíska ballets. Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi. Nemendur fæddir 2013 geta byrjað að æfa nútímadans.
Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi. Dæmi um nútímadans má sjá hjá hinum ýmsu dansflokkum um heiminn m.a. hjá Íslenska dansflokknum
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Skipting í hópa er eftirfarandi
- C- hópur fyrir 9-11 ára
- D-hópur fyrir 12-14 ára
- E-hópur fyrir 15+
Söngleikjadans fyrir 6 ára og eldri
Frábært val fyrir þá sem vilja efla sviðsframkomu og læra skemmtilega söngleikjadansa.
Hér er lögð áhersla á sviðsframkomu, túlkun, líkamsbeitingu og sjálfsöryggi. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum, dæmi um söngleikjadans er til dæmis dansar við lög úr söngleikjunum Mamma Mia, Lion King, Mary Poppins, Frozen og margt fleira.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Skipting í hópa er eftirfarandi
- B-hópur fyrir 6-8 ára
- C- hópur fyrir 9-11 ára
- DE-hópur fyrir 12 ára og eldri (ath æfa einu sinni í viku tvær klst í senn)
Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Ballettval fyrir 12 ára og eldri
Ballett val er einunis í boði fyrir nemendur skráða í jazz eða ballett hópa skólans. Valið er frábært fyrir áhugasama nemendur í ballett deild skólans sem að vilja bæta við sig ballett tíma ásamt þeim jazz nemendum sem hafa áhuga á að æfa ballett einu sinni í viku.
Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir alla sem vilja ná góðri undirstöðu í nánast öllum dansstílum.
Skipting í hópa er eftirfarandi
- DE hópur 12 ára og eldri
Tækni, styrkur og liðleiki fyrir 12 ára og eldri
Tækni tímar eru frábær viðbót fyrir nemendur í bæði jazz og ballett námi, skylda er að vera skráður í annað hvort jazz eða ballett hóp til að fá aðgang að skráningu í tæknival.
Í tímunum er lögð áhersla á að dýpka þekkingu nemenda á tækni enn frekar ásamt því að gera styrktar og teygjuæfingar. Frábær og mikilvægt viðbót fyrir metnaðarfullar dansnemendur sem vilja ná langt.
Skipting í hópa er eftirfarandi
- DE hópur 12 ára og eldri
Táskóval fyrir 12 ára og eldri
Táskóval er einungis í boði fyrir nemendur í DE ballett deild skólans. Kennt er táskó tækni og rútínur.
Skipting í hópa er eftirfarandi
- DE hópur 12 ára og eldri