Undankeppni Dance World cup var haldin í gær og vá, þvílíkur dagur fyrir Team LDH. Tvö gullverðlaun, dómaraverðlaun og silfurverðlaun!
BEASTS – fékk gullverðlaun, dómaraverðlaun og var með önnur hæstu stigin af öllum 132 atriðunum sem kepptu í gær! Danshöfundur er Kata Vignisdóttir
ESCAPE – fékk gullverðlaun. Danshöfundur er Sigríður Diljá Vilhjálmsdóttir
WALLED – fékk silfur verðlaun. Danshöfundur er Kata Vignisdóttir
Til hamingju, við erum svo stolt af ykkur öllum og ykkar frábæru framförum. Hlökkum til að fara með ykkur til Prag í sumar.
Takk fyrir frábæran dag elsku dansarar, kennarar, foreldrar, áhorfendur og skipuleggjendur!